Ætlar að vinna vel fyrir kjördæmið

0
66

Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á Laugum var kjörin á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Alþingiskosningunum í gær. 641.is spjallaði stuttlega við Valgerði nú í kvöld.

Valgerður Gunnarsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir

Aðspurð sagðist Valgerður vera afar þakklát og glöð með árangurinn í kosningunum.

“Ég hef ferðast um allt kjördæmið í kosningabaráttunni, spjallað við fólk, farið í vinnustaðaheimsóknir og kynnst öllu því fjölbreytta atvinnulífi sem er í okkar víðferma kjördæmi. Ég vil þakka mínum stuðningsmönnum kærlega fyrir alla þá vinnu sem lögð hefur verið í kosningabaráttuna. Ég vil vinna vel fyrir kjördæmið á næstu fjórum árum”, sagði Valgerður.

Valgerður er sjötti þingmaður Norðausturkjördæmis og fyrsti þingmaðurinn sem nær kjöri úr Þingeyjarsveit í ára raðir.