Æfingar hafnar á Sitji Guðs englar hjá Leikfélagi Húsavíkur

0
229

Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Húsavíkur á leikritinu „Sitji Guðs englar „ eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikstjórar eru þau Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir. Greiðlega gekk að finna fólk í helstu hlutverk og þar má sjá ný andlit í bland við reynslubolta eins og Gunnu Stínu, Hilmar Val og Sigga Illuga. Frá þessu segir í fréttatilkynningu frá Leikfélagi Húsavíkur.

Fjör á æfingu.
Fjör á æfingu.

Sjö ungmenni leika aðalhlutverk sem systkinin í sögunni og ríkir mikil eftirvænting í hópnum. Sagan segir frá fátækri 10 manna fjölskyldu á stríðsárunum og spaugilegum samskiptum þeirra við vini og nágranna. Áætlað er að frumsýna í byrjun mars. Hér má sjá myndir frá fyrsta samlestri .

 

Huginn Ágústsson, Sverrir Jóhannsson, Jóhannes Óli Sveinsson, Viktor Freyr Aðalsteinsson, Emilia Brynjarsdóttir,Kristný Ósk Geirsdóttir, Bergdís Björk Jóhannsdóttir
Huginn Ágústsson, Sverrir Jóhannsson, Jóhannes Óli Sveinsson, Viktor Freyr Aðalsteinsson, Emilia Brynjarsdóttir,Kristný Ósk Geirsdóttir, Bergdís Björk Jóhannsdóttir.
Sitji Guðs englar.
Sitji Guðs englar.
Verðandi nunnur, Adrienne, Ingibjörg og Agnes.
Verðandi nunnur, Adrienne, Ingibjörg og Agnes.
Ættmóðirin Gunna Stína.
Ættmóðirin Gunna Stína.