Æfingabúðir fyrir tónlistarnemendur.

0
87

Tónlistarkennarar Stórutjarnaskóla Marika og Jaan Alavere héldu sólarhrings æfingabúðir = 24h Music Camp, fyrir tónlistarnemendur í 5. til 10. bekk. Dagskráin var vel skipulögð og mikil. Byrjað var eftir hádegi á föstudag með léttum leik inni, en svo hófust stífar æfingar þó með leik, kaffitíma og frjálsum tíma inná milli. Þegar leið að kvöldamatartíma hófust allir handa við að undibúa sameiginlega máltíð, allir gerðu sér sínar eigin pizzur, fengu pizzabotn og völdu sér álegg, síðan var borðað saman og gengið frá.

Þá hófst kvöldvaka, nýja þythokkíborðið var óspart notað, borðspil dregin fram eða bara spjallað, en svo var auðvitað dansað af krafti, krakkarnir sáu sjálf um að velja og stjórna tónlistinni, það var sko mikið stuð. Þegar leið að miðnætti voru allir orðnir þreyttir og sofnuðu fljótt.

Eftir morgunmat og frágang á laugardag, hófust æfingar aftur og stóðu til hádegis. Það hjálpuðust allir að við frágang hljóðfæra og þess háttar, í lokin var skellt á tónlist í salnum og dansinn stiginn. Ég bað nemendur að nefna lýsingarorð til að lýsa þessum sólahring þau voru m.a. æðislegt, listrænt, fullkomið, frábært, magnað, skemmtilegt og stórkostlegt. Marika sagði “

þetta gekk vonum framar og var geðveikt gaman” Jaan sagði “stórkostlegt afrek hjá nemendum” og sagðist hann vera stoltur af að vera kennarinn þeirra. Nemendur náðu frábærum árangri á þessum sólahring, lögðu sig öll 100% fram og lærðu mikið og hratt. Jaan sagðist vera foreldrum innilega þakklátur fyrir það að leyfa börnum sínum að vera í tónlist. Foreldrar voru Mariku og Jaan til aðstoðar allan tímann og voru ómetanleg við gæslu, matseld og tiltekt. Jólatónleikar verða 9. desember.

Allir að spila
Allir að spila

img_6224img_6226img_6296

náttföt og snakk
náttföt og snakk
dansað
dansað,,,
,,, og dansað
,,, og dansað
Allir saman að loknum sólahrings æfingabúðum
Allir saman að loknum sólarhrings æfingabúðum