Aðventutónleikar Sálubótar

0
65
Nánast húsfyllir var, þegar Söngfélagið Sálubót hélt aðventutónleika í Þorgeirskirkju þriðjudagskvöldið 9. desember. Stjórnandi kórsins er Jaan Alavere, hann lék undir á píanó/flygil. Marika Alavere lék á fiðlu og Pétur Ingólfsson á bassa.
Sálubót. Myndin var ekki tekin á aðventutónleikunum í gær.
Sálubót. Myndin var ekki tekin á aðventutónleikunum í gær.
 

 

 

 

 

Sungin voru mörg þessi hefðbundnu jólalög s.s. Santa Lúsía, Hvít jól, Hátíð í bæ, Oss barn er fætt, Aðfangadagskvöld og Það heyrast jólabjöllur. Einnig söng kórinn lag eftir Jaan við texta eftir Stein Jóhann Jónsson í Lyngholti sem heitir Gleði og þakkargjörð. Lokalagið var svo hið undurfagra jólalag Ó, helga nótt. Alls voru á efnisskránni 13 lög, jafn mörg og íslensku jólasveinarnir. Þá var aukalag, Það á að gefa börnum brauð og tóku tónleikagestir undir. Ósk frá gesti var að fá að heyra aftur lag Jaans og Steins, Gleði og þakkargjörð, í því lagi sungu dætur Jaans og Mariku með kórnum, þær Grete 8 ára og Marge 10 ára. Það var formaður kórsins Böðvar Pétursson sem kynnti lögin. Kórfélagar buðu uppá kaffi og smákökuhlaðborð í hléi, og það var glæsilegt eins og sést á meðfylgjandi myndum. Ýmsar óvenjulegar kökur, fallega skreyttar og fallega lagt á borð. Fréttaritari var ekki sjálfur á staðnum en hefur eftir gestum að kórinn hafi auðvitað verið mjög góður eins og ávalt. Þetta hafi verið ljúf og falleg stund, en þó hafi óróleiki í krökkum truflað suma tónleikagesti.

10413394_792669310776360_8355339842246223133_n

glæsilegt hlaðborð
glæsilegt hlaðborð