Aðventustund í Þorgeirskirkju

0
223

Fjölmenni var við aðventustund í Þorgeirskirkju sunnudagskvöldið 8. desember, í fallegu veðri. Þetta var sameiginleg aðventustund Ljósavatnssóknar, Hálssóknar og Lundabrekkusóknar. Kirkjukórinn var vel skipaður og söng hressilega undir stjórn Dagnýjar Pétursdóttur organista. Nemendur tónlistardeildar Stórutjarnaskóla léku ásamt Mariku Alavere tónlistarkennara. Aðalheiður Kjartansdóttir flutti jólaminningu og minnti á að við þurfum að gefa okkur tíma til að búa til góðar minningar, og gaf kirkjugestum Kærleiksskjóðu. Væntanleg fermingarbörn fluttu fallegan ljósahelgileik eftir séra Pétur heitinn Þórarinsson sem lengi var prestur hér  og sat bæði að Hálsi og  í Laufási, á meðan ljósaleikurinn fór fram voru ljósin slökkt í kirkjunni.  Séra Bolli Pétur Bollason las fallega jóla dæmisögu. Þetta var falleg, endurnærandi og ljúf stund.

Þórunn Helgadóttir lék á flygilinn, Bráðum koma blessuð jólin.
Þórunn Helgadóttir lék á flygilinn, Bráðum koma blessuð jólin.

 

 

 

 

 

 

Heiðrún Harpa Helgadóttir lék á fiðlu ásamt Mariku Alavera, Þá nýfæddur jesú.
Heiðrún Harpa Helgadóttir lék á fiðlu ásamt Mariku Alavera, Þá nýfæddur jesú.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pétur Ívar Kristinsson og Marit Alavere, léku Þakklæti.
Pétur Ívar Kristinsson og Marit Alavere, léku Þakklæti.

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðný, Dagbjört, Arnar Freyr, Helgi og Eyþór Kári, væntanleg fermingarbörn með Ljósaleikinn.
Guðný, Dagbjört, Arnar Freyr, Helgi og Eyþór Kári, væntanleg fermingarbörn með Ljósaleikinn.