Aðventuopnun á Fosshóli

0
157

Í dag fyrsta sunnudag í aðventu, var aðventuopnun á Fosshóli.

fjölmargir lögðu leið sína í Fosshól og fengu sér kakó með rjóma

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar voru nemendur í 9. og 10. bekk Stórutjarnaskóla með kökubasar og einnig kaffi/kakó sölu, vöfflur og fleira til fjáröflunar í ferðasjóð sinn.

kökubasar 9. og 10. bekkjar.

Kvenfélagið Hildur og Kvenfélag Ljósvetninga voru með lukkupakka til sölu, ýmist handverk var til sýnis og sölu s.s. Gallerý Surtla og smíðisgripir eftir Aðalstein Pétursson frá Fellhlíð, mjög áhugaverðir hlutir unnir úr reynivið, lerki og birki, sagaðir til, pússaðir, límdir og ýmist lakkaðir eða olíubornir. Viðurinn er tekinn úr Stafnsskógi.

Athyglisverðir og fallegir gripir eftir Aðalstein Pétursson.

 

 

 

 

 

 

 

Auk þess var opið hjá HMH hinn hefðbundni handverksmarkaður. Bárðdælskir réttir kynntu Bárðdælsku matarkörfuna en þar er hægt að velja sér ýmislegt góðgæti í körfuna, lítið brot af því sem hægt er að  velja er: grasöl, heilsute, hangilæri, reyktur silungur, rúgbrauð, sultur, síróp, konfekt, kerti og sápu. Allt er þetta alíslenskt, heimagert og hollt, enda notaðar gamlar og góðar uppskriftir.

Bárðdælska matarkarfan, falleg og girnileg.

 

 

 

 

 

 

 

Búist hafði verið við að Grýla kæmi til byggða en þess í stað kom Leppalúði með soninn Lepp í eftirdragi, þeir feðgar voru að leita að Grýlu sem hafði farið á undan Leppalúða og taldi hann að hún hefði strunsað í Fosshól, en svo var ekki. Börnin voru ekkert hrædd við Leppalúða og Lepp, heldur höfðu gaman af að spjalla við þá.

Leppalúði með soninn Lepp.

 

 

 

 

 

 

 

 

Opið er alla daga á Fosshól frá kl. 9:00-13:00.