Sameiginlegt aðventukvöld fyrir Hálssókn, Ljósavatnssókn og Lundarbrekkusókn verður haldið í Þorgeirskirkju föstudagskvöldið 4. desember kl. 20.30. Kirkjukórar sóknanna syngja aðventulög undir stjórn Dagnýjar Pétursdóttur organista. Hlini Gíslason í Svartárkoti syngur einsöng og kona hans Guðrún Tryggvadóttir er ræðumaður kvöldsins.

Nemendur tónlistarskólans á Stórutjörnum leika á hljóðfæri undir stjórn Mariku Alavere.
Fermingarbörn flytja ljósahelgileik.
Verið öll hjartanlega velkomin og Guð gefi friðsama og gleðiríka aðventu-og jólahátíð!