Aðventukvöld í Þorgeirskirkju

0
437

 

Albin Anderson og Elvar Logi Þórisson kveiktu á aðventukransinum.

Sameiginlegt aðventukvöld fyrir Lundabrekku- Ljósavatns- og Hálssóknir var haldið í Þorgeirskirkju 7. desember. Séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir sóknarprestur bauð sóknarbörn sín velkomin í upphafi stundar og fékk tvo drengi til að kveikja á fyrstu tveimur kertunum í aðventukransinum, þau heita spádómskerti og Betlehemskerti.

Frænkurnar Katrín Ösp Magnúsdóttir og Tinna Dögg Garðarsdóttir.
Þórunn Helgadóttir og Eyhildur Ragnarsdóttir.
Hlini Gíslason.
Guðrún Sveinbjörnsdóttir.
Væntanleg fermingarbörn flytja helgileik. Þórunn Helgadóttir, Guðrún Karen Sigurðardóttir, Hafþór Höskuldsson, Rannveig Helgadóttir og séra Sólveig Halla.
Kirkjukórinn.

Tónlistarnemendur úr Stórutjarnaskóla léku tvö lög, annars vegar á píanó og fiðlu og hins vegar á þverflautur. Kirkjukórinn söng við undirleik Dagnýjar Pétursdóttur organista, falleg jóla- og aðventulög m.a. nýjan afar fallegan texta eftir Þröst Friðfinnsson við lag Leonard Cohen Halleluja, einsöng með kórnum söng Anna Guðný Baldursdóttir. Hlini Gíslason söng, Ó helga nótt, við undirleik Dagnýjar. Guðrún Sveinbjörnsdóttir flutti hugvekju kvöldsins, hún talaði um minningar frá jólum, bæði þegar hún var barn í Ófeigsfirði og einnig fyrst eftir að hún flutti í Bárðardalinn. Guðrún talaði m.a. um það, að þakka fyrir það sem við höfum, en ekki hugsa um það sem við höfum ekki. Væntanleg fermingarbörn fluttu helgileik eftir séra Pétur heitinn Þórarinsson, Gefum ljós af okkar ljósi. Eftir stundina var boðið uppá kaffisopa, áður en haldið var heim á leið.