Aðventukvöld á Einarsstöðum

0
222

Aðventukvöld var haldið í Einarsstaðakirkju í gærkvöld. Laugaþrestir, kór nemenda í 6-10 bekk Litlulaugaskóla söng nokkur jólalög, ásamt kirkjukór Einarsstaðakirkju og nemendur spiluðu undir.  Hugvekju kvöldsins flutti Séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal.  Elvar Baldvinsson, Pétur Smári Víðisson og Hilmar Örn Sævarsson spiluðu á gítar og Bjarni Jón Kristjánsson spilaði á bassa og Jón Aðalsteinn Hermannsson lék undir á trommur.  Að athöfn lokinni bauð kirkjukór Einarsstaðakirkju upp á kaffi, kakó og meðlæti á Breiðumýri. Meðfylgjandi myndir voru teknar á aðventukvöldinu.

Elvar, Pétur og Hilmar.
Elvar, Pétur og Hilmar.
Sr. Sólveig Lára.
Sr. Sólveig Lára.

Kirkjukórinn og Laugaþrestir.