Aðventuhátíð jólasveinanna og jólamarkaður í Dimmuborgum

0
353

Aðventuhátíð Jólasveinanna var haldin í Dimmuborgum í Mývatnssveit í gær.  Jólasveinarnir eru á fullu að undirbúa jólin og buðu gestum að koma og taka þátt í undirbúningnum. Við þetta tækifæri var haldinn jólamarkaður í tjaldi við Dimmuborgir.  641.is leit við í Dimmuborgum í gær og fylgdist með.

Jólasveinarnir buðu gestum að skoða hellinn sinn.
Jólasveinarnir buðu gestum að skoða hellinn sinn.
Kjötkrókur og Pottaskefill. Ef vel er að gáð sjást leyfar af  hangikjötslæri á króknum hans Ketkróks sem hann sagðist hafa stolið á Grímsstöðum í Mývatnssveit.
Kjötkrókur og Pottaskefill. Ef vel er að gáð sjást leyfar af hangikjötslæri á króknum hans Ketkróks sem hann sagðist hafa stolið á Grímsstöðum í Mývatnssveit.
Þessi börn sátu hjá Stekkjastaur
Þessi börn sátu hjá Stekkjastaur.
Girnilegt var hangikjötið frá Hellu í Mývatnssveit.
Girnilegt var hangikjötið frá Hellu í Mývatnssveit.
Jólasveinarnir taka lagið við undirleik aðstoðarmanns.
Jólasveinarnir taka lagið við undirleik aðstoðarmanns.