Aðventuhátíð Jólasveinana í Dimmuborgum og jólamarkaður

0
183

Aðventuhátíð Jólasveinanna í Dimmuborgum verður laugardaginn 29. nóvember kl. 13-17. Jólasveinarnir í Dimmuborgum eru í fullu fjöri að undirbúa sig fyrir jólin. En þeir ætla að gefa sér tíma til að taka á móti gestum, spjalla, syngja, segja sögur, fara í leiki, flokka “óþekktarkartöflur“ og margt fleira skemmtilegt.

Aðventuhátíð  Jólasveinanna í Dimmuborgum er framundan
Aðventuhátíð Jólasveinanna í Dimmuborgum er framundan

Sama dag verður markaðsdagur í Dimmuborgum þar sem seldar verða hinar ýmsu vörur sem henta vel í jólapakkann. Auk þess verður Skógrækt ríkisins á Vöglum með jólatré, platta, greinar, köngla og arinvið til sölu.

Jólasveinarnir í Dimmuborgum taka á móti gestum alla daga frá kl. 13-15. til og með 31. desember 2014.

Grýlusjóður er á sínum stað á Hallarflötinni þar sem gestir eldri en 18 ára greiða 1.000 kr.

Nánari upplýsingar á www.visitmyvatn.is