Aðsóknarmet var slegið á 641.is í gær þegar pistill frá Ósk Helgadóttur á Merki í Fnjóskadal var birtur hér á vefnum. Pistillinn Kæri bankastjóri féll greinilega vel í kramið hjá lesendum 641.is því hann var lesinn rúmlega 10.000 sinnum í gær og í morgun höfðu 3100 manns “líkað” við hann sem er líka met.

Efni pistilins náði líka til bankastarfsmanna því þegar niðurstöður vefmælinga Modermuns komu í ljós yfir stærstu notendur 641.is í gær, kom í ljós að tveir bankar voru efstir á þeim lista.
Þar sást að hann hafði verið lesinn af amk. 55 starfsmönnum hjá Landsbankanum og 33 starfsmönnum Íslandsbanka.
Ósagt skal þó látið um það hve vel hann hefur fallið í kramið á þeim bænum.