Aðföng til landbúnaðar hafa hækkað um 86,4%

0
62

Hagstofan hefur gefið út hagreikninga landbúnaðarins. Þar kemur fram að aðföng til landbúnaðarins hafa hækkað um 86,4% á tímabilinu 2007-2013.  Almennt verðlag á árunum 2007-2013 hækkaði um 50,8% og mest árið 2008 eða um 18%.  Niðurstöður ársins í fyrra eru þó enn áætlaðar, en lokatölur munu birtast síðar á árinu.

hagstofa_islands_logo

 

Þó aðföng séu ekki greint eftir búgreinum þá má samt sem áður sjá nokkra einstaka liði hér t.d. er hækkun áburðar tæp 165% á tímabilinu og orku um tæp 93%. 

 

Afkoma landbúnaðarins í heild hefur verið jákvæð síðustu ár eftir mjög neikvæða niðurstöðu hrunárið 2008, þegar stórkostleg höfuðstólshækkun lána skilaði 15,6 milljarða neikvæðri afkomu  Á síðasta ári er áætlað að greinin hafi skilað tæplega 5,2 milljarða afgangi sem er svipað og 2012.  Það skal tekið fram að rekstrarafgangurinn gengur fyrst og fremst til að greiða laun bændanna sjálfra, en búið er að taka tillit til kostnaðar við aðkeypt vinnuafl.

Þá má ennfremur benda á að skv. mælingum Hagstofunnar er hækkun á innlendum búvörum í smásölu á sama tímabili líka langt undir hækkun aðfanga, eða 50,9%, sem er nánast það sama og almennt verðlag. Grænmeti hækkaði um 65,4%, en þar er innflutt grænmeti talið með.  Ekki er hægt að sjá verðþróun innlends grænmetis sérstaklega. (sauðfé.is)

Fréttatilkynning – Talnaefni.