Aðalfundur Framsýnar – Heildareignir félagsins rúmir 2 milljarðar

Norðurþing greiðir mest og PCC Bakki í öðru sæti

0
161

Á aðalfundi Framsýnar stéttarfélags sem fram fór 4. júlí sl. kom ma. fram að Sveitarfélagið Norðurþing greiddi mest allra atvinnurekenda  í iðgjöld til Framsýnar eða samtals um kr. 13,9 milljónir árið 2018. Rétt á eftir kemur PCC BakkiSilicon hf. Árið áður greiddi Beck&Pollitzer Polska mest eða um 20 milljónir. Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfsmanna og lögbundin iðgjöld atvinnurekenda í sjóði Framsýnar.

 

Stærstu greiðendur iðgjalda til Framsýnar 2018 eftir röð:

Sveitarfélagið Norðurþing
PCC BakkiSilicon hf.
Beck&Pollitzer Polska
GPG. Seafood ehf.
Norðlenska matarborðið ehf.
Íslandshótel hf.
Brim hf.
Ríkisjóður Íslands
Hvammur
Þingeyjarsveit
Jarðboranir hf.

Frá aðalfundi Framsýnar 2019

Á aðalfundinum var samþykkt tillaga um að heimila stjórn og trúnaðarráði að efla vinnudeilusjóð félagsins með tilfærslu á fjármagni milli Félagssjóðs og Vinnudeilusjóðs. Eins og staðan er í dag er búist við hörðum átökum í haust þar sem kjarasamningar hafa ekki náðst fyrir félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá ríkinu og sveitarfélögum. Hugsanlega eru því átök framundan ekki síst eftir ákvörðun samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga að mismuna starfsmönnum til launa eftir aðild þeirra að stéttarfélögum og heimasíðan hefur fjallað um síðustu daga.

Heildareignir félagsins námu kr. 2.017.426.041-kr

Á aðalfundinum kom einnig fram að rekstrarafgangur var á öllum sjóðum félagsins. Félagsgjöld og iðgjöld hækkuðu um 3,8% milli rekstrarára.  Rekstrarútgjöld lækkuðu á  milli ára. Rekstrartekjur félagsins námu kr. 273.526.627,- sem er aukning um 3% milli ára.

Rekstrargjöld námu 182.211.808,- sem er lækkun um 1,8% milli ára. Þessi lækkun er ekki síst tilkomin vegna lækkunar bóta og styrkja úr sjúkrasjóði og vinnudeilusjóði. Fjármagnstekjur námu kr. 57.627.264,-.

Félagsgjöld og iðgjöld námu kr. 233.346.473,- á móti kr. 224.809.587,- á árinu 2017. Í árslok 2018 var tekjuafgangur félagsins kr. 141.714.849,- en var kr. 128.532.122,- árið 2017.

Heildareignir félagsins námu kr. 2.017.426.041,- í árslok 2018 samanborið við kr. 1.895.352.623,- í árslok 2017. Innheimta félagsgjalda var með svipuðu sniði og árið á undan. Almennt eru launagreiðendur samviskusamir að skila félagsgjöldum og mótframlögum á réttum tíma.

Á árinu 2018 voru 1.246 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði Framsýnar til félagsmanna. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 50.973.935,-. Ekki síst þegar þessar tölur eru skoðaðar má sjá hvað það er mikilvægt fyrir fólk að hafa aðgengi að öflugu stéttarfélagi eins og Framsýn.

Sjá nánar á Framsýn.is