Aðalfundur félags Þingeyskra kúabænda á morgun

0
79

Aðalfundur Félags þingeyskra kúabænda verður haldinn í félagsheimilinu Ýdölum á morgun, fimmtudaginn 10. mars og hefst klukkan 11:00

Kýr í grænfóðri

 

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Önnur mál

 

 

Gestur fundarins verður Unnsteinn Snorri Snorrason, bútækniráðgjafi. Unnsteinn mun einkum fjalla um leiðir til að mæta kröfum nýrrar reglugerðar um aðbúnað nautgripa, nýbyggingar af ýmsum gerðum og stærðum og byggingarkostnað lausagöngufjósa.