Aðalfundur BSSÞ – Heiðurshornið til Flosa og Unnar á Hrafnstöðum

0
466

Aðalfundur Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga var haldinn sl. fimmtudag í Kiðagili í Bárðardal. 28 fulltrúar af 30 mættu til fundar auk formanns og Unnsteins verkefnisstjóra Heimaslóðar. Á fundinum ríkti frábær andi og líflegar umræður í nefndum. Fyrir fundinum lágu mörg málefni sem þurfti að leiða til lykta. Samstaða náðist um þær ákvarðanir sem teknar voru.

Á fundinum voru að venju veitt verðlaun. Hvatningaverðlaun BSSÞ í sauðfjárrækt og Heiðurshornið féllu að þessu sinni í skaut þeirra Unnar og Flosa á Hrafnstöðum.

Þá voru veitt verðlaun fyrir bestu kýr fæddar 2012 sem byggist á eigin afurðum og kúadómum. í 1. sæti var kýrin Von frá Dæli.. Í 2. sæti kýrin Klemma frá Steinkirkju og í 3. sæti var Sól frá Búvöllum.

Viðurkenningu fyrir áratugalangt og farsælt starf á vegum búnaðarsambandsins fékk Ingvar Vagnssson og þá fékk viðurkenningu Valþór Freyr Þráinsson fyrir virka innkomu að félagsmálum bænda og hvetjandi framgöngu í nýju starfi.

Myndir: BSSÞ.