Aðalfundur BSSÞ – Guðrún tekur við af Jóni

0
284

Aðalfundur Búnaðarsambands Suður Þingeyinga var haldinn að Heiðarbæ 28. Febrúar sl. Þar lét af störfum Jón Benedediktsson á Auðnum í Laxárdal eftir 12 ára formennsku félagsins sem hann hafði sinnt af alúð og árvekni.   Guðrún Tryggvadóttir Svartárkoti tók við formennsku en gjaldkeri félagsins er Gunnar Brynjarsson  Baldursheimi og ritari er Hlöðver Pétur Hlöðversson Björgum en hann var kosinn í stjórn á fundinum.

Stjórn BSSÞ. Hlöðver, Guðrún og Gunnar. Mynd: Jóna Björg Hlöðversdóttir
Stjórn BSSÞ. Hlöðver, Guðrún og Gunnar. Mynd: Jóna Björg Hlöðversdóttir

 

 

 

 

 

 

 

Fundurinn var að þessu sinni haldinn fyrir Búnaðarþing og þar með gafst bændum kostur á að kynna sér mál þingsins og ræða við búnaðarþingsfulltrúa sína áður en þeir skunduðu til Búnaðarþings sem nú er nýafstaðið. Umræður voru miklar á fundinum um flest það sem snýr að málefnum bænda. Sérstaklega ræddu menn breytingar á leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði, garnaveiki, aðildarviðræður að ESB og fleira.