Á skógrækt samleið með sauðfjárrækt?

0
123

Skógræktarfélag íslÁ skógrækt samleið með sauðfjárrækt? Að þessu verður spurt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður á Akureyri 14.-16. ágúst. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, flytur erindi um þetta málefni á fundinum.

Einnig verður rætt um skóg sem orkuauðlind, belgjurtir í skógrækt og sveppanytjar. Farið verður í skoðunarferðir, meðal annars til Siglufjarðar þar sem skógræktarfélagið á staðnum fagnar 75 ára afmæli sínu og opnar að því tilefni skógarreit sinn undir merkjum Opins skógar.

Lesa má nánar um þetta í frétt á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga sem er gestgjafi aðalfundar SÍ að þessu sinni.