Á kajak niður Goðafoss í klakaböndum

0
546

Ofurhuginn Matze Brustmann frá Þýskalandi fór niður austurkvísl Goðafoss á kajak 1. mars sl. og það ekki eina ferð heldur tvær ferðir. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem hann fer niður Goðafoss á kajak, en hann fór vestari kvíslina fyrir nokkrum árum að sumarlagi. Sennilega er þetta í fyrsta sinn svo vitað sé að einhver fer á kajak niður Goðafoss að vetarlagi.

Mynd: Vilhjálmur Grímsson
Mynd: Vilhjálmur Grímsson

Að sögn Vilhjálms Grímssonar sem tók meðfylgjandi mynd var hann mjög vel búinn enda ævintýramaður mikill og vanur allskonar aðstæðum. Fyrir nokkrum árum kom hann til Íslands að sumarlagi og réri þá niður Goðafoss, Ullarfoss og Aldeyjarfoss á kajak og var þar með annar maðurinn í heiminum til þess að fara á niður Aldeyjarfoss. það var gert í fyrsta sinn svo vitað sé, um 1995 og var sá maður heppinn að sleppa lifandi frá því.

Landtaka. Mynd: Vilhjálmur Grímsson
Landtaka. Mynd: Vilhjálmur Grímsson