Á kajak niður Goðafoss

0
138

Það er ekki óalgengt að kajakræðarar sigli niður Goðafoss, en í dag réru þrír breskir kakjaræðarar niður Goðafoss. Talsvert vatnsmagn er í Skjálfandafljóti miðað við árstíma og það er ekki nema fyrir þaulvana kajakræðara að láta sig vaða niður Goðafoss við þessar aðstæður.

Skjáskot úr myndbandinu
Skjáskot úr myndbandinu

 

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson tók meðfylgjandi myndband af því þegar einn þeirra fór niður fossinn að austaverðu þar sem hann er lægstur. Að sögn Sigurðar lögðu þeir ekki í Goðafoss þar sem hann er hæstur.

Það eru allskonar brjálæðingar á ferðinni.

Posted by Sigurður Hlynur Snæbjörnsson on 2. október 2015