Boginn sigursæll á Laugum

0
170

Íslandsmótið í Bogfimi utanhúss fór fram á Laugavelli í Reykjadal um helgina. Allstór hópur koma að sunnan, flest æfa þau í Bogfimisetrinu í Kópavogi, einn keppandi var frá Akureyri og fjórir frá Eflingu í Reykjadal. Sunnlendingarnir gistu á dýnum uppi í vallarahúsinu, þar er ágæt aðstaða, hægt að hella uppá kaffi, elda mat og þar er einnig ísskápur. Snyrtingar eru niðri og sturtur. Mótið tókst mjög vel, Sunnanmenn og konur voru mjög ánægð með aðstöðuna á Laugavelli. Keppni hófst í blíðskaparveðri kl 12:00 á laugardaginn. Veðrið lék við keppendur og gesti, blanka logn var og hlýtt í upphafi móts, en fljótlega fór að gola. Það er einmitt vindurinn sem hefur áhrif á örvarnar og þann sem er að skjóta. Um mótstjórn, tímatöku og aðstoð sáu Ingi Bjarnar Guðmundsson, Björn Halldórsson og Ármann Guðmundsson. Keppendum og gestum var boðið uppá nýsteiktar kleinur, kaffi, kakó og djús.

Guðný Jónsdóttir, Ásgeir Ingi Unnsteinsson íslandsmeistari og Jóhannaes F. Tómasson.
Guðný Jónsdóttir, Ásgeir Ingi Unnsteinsson íslandsmeistari og Jóhannaes F. Tómasson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Keppni hefst á því að hver keppandi skýtur 2×36 örvum, þ.e. skotið er 6 örvum í einu, sex sinnum, þá er gert hlé og svo endurtekið 6×6, samtals eru þettta 72 örvar, sem hver keppandi skýtur.  Þá eru stigin=skorið reiknað út, þau sem eru með fjórða og fimmta hæsta skorið þurfa að fara í einvígi, um hvort fær að keppa um fjórða sætið. Þarna fer að reyna verulega á taugarnar, hver er bestur undir álagi. Þegar það er orðið ljóst, hverjir eru með fjögur hæstu skorin, keppa þau tvö sem eru með hæstu skorin um 1. og 2. sætið, þriðja og fjórða hæsta skorið keppa um 3. og 4. sætið. Keppnin verður alltaf mjög spennandi undir lokin.

Guðmundur Örn Guðjónsson, ÞorsteinnHjaltason íslandsmeistari og Tómas.Gunnarsson
Guðmundur Örn Guðjónsson, Þorsteinn Hjaltason íslandsmeistari og Tómas Gunnarsson

 

 

 

 

 

 

 

 

Maargrét,,, Gyða,,    Helgakolbrún
Margrét Einarsdóttir, Ólöf Gyða íslandsmeistari og  Helga Kolbrún Magnúsdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úrslit urðu sem hér segir.

Sveigbogaflokkur barna og unglinga:

1. sæti Ásgeir Ingi Unnsteinsson – Efling

2. sæti Guðný Jónsdóttir – Efling

3. sæti Jóhannes F. Tómasson – Efling

Sveigbogaflokkur kvenna:

1. sæti Ólöf Gyða Risten – Boginn

2. sæti Margrét  Einarsdóttir – Boginn

3.sæti Helga Kolbrún Magnúsdóttir – Boginn

Sveigbogaflokkur karla:

1.sæti Þorsteinn Hjaltason – Akur

2.sæti Guðmundur Örn – Boginn

3.sæti Tómas Gunnarsson – Efling

Trissubogaflokkur kvenna:

1.sæti Helga Kolbrún Magnúsdóttir – Boginn

2.sæti Margrét Einarsdóttir – Boginn

3.sæti Guðrún Finnsdóttir – Boginn

Trissubogaflokkur karla:

1.sæti Kristmann  Einarsson – Boginn

2.sæti Guðjón Einarsson – Boginn

3.sæti Guðmundur Örn Guðjónsson – Boginn

 

Á sunnudagsmorgun var keppt með Langboga. Veðrið var nú ekki eins gott og á laugardeginum, rigningarsuddi og þokuloft.

Langbogaflokkur kvenna:

1.sæti Helga Kolbrún Magnúsdóttir – Boginn

2.sæti Margrét Einarsdóttir – Boginn

3.sæti Guðrún Finnsdóttir – Boginn

Langbogaflokkur karla:

1.sæti Ármann Guðmundsson – Boginn

2.sæti Guðjón Einarsson – Boginn

3.sæti Guðmundur Örn Guðjónsson – Boginn

keppendur í sveigbogaflokki
keppendur í sveigbogaflokki

 

 

 

 

 

 

 

 

Því miður eru engar myndir frá trissubogakeppni og langbogakeppni.