75% kjörsókn í Þingeyjarsveit

0
271

Búið er að loka kjörstöðum í Þingeyjarsveit og í Skútustaðahreppi. 692 voru á kjörskrá í Þingeyjarsveit og af þeim greiddu 521 atkvæði í Alþingiskosningunum  í dag, sem gerir 75% kjörsókn. Kjörsókn í síðustu Alþingiskosningum var nokkuð meiri eða 79% í Þingeyjarsveit.

Jóhann Böðvarsson greiðir atkvæði í Skjólbrekku Mynd: Finnur Baldursson
Jóhann Böðvarsson greiðir atkvæði í Skjólbrekku
Mynd: Finnur Baldursson

 

Í Skútustaðahreppi voru 309 á kjörskrá. Af þeim greiddu 229 atkvæði, sem gerir 74,1% kjörsókn. Kjörsókn í Skútustaðahreppi var einnig meiri í síðustu Alþingiskosningum, en þá var hún 76,6%.