0
77

Ættjarðarguðsþjónusta í Þorgeirskirkju á sunnudagskvöld.

Það má með sanni segja að það örli á ættjarðarstolti í hjörtum landsmanna ekki síst þegar landið okkar kemur undan snjó, grundir grænka og blómin springa út.  Það má vel lofa Guð fyrir land og mið. Ættjörðin hefur verið andagift stórskálda um aldir, kveðskapur hefur orðið til sem aldrei deyr.

Þess vegna er ráð að halda ættjarðarguðsþjónustu í Þorgeirskirkju við Ljósavatn sunnudagskvöldið 21. júlí kl. 20.30, þar sem ættjarðarlög verða í öndvegi leikin af Hjalta Jónssyni músíkant og við fáum tækifæri til að taka undir lofsönginn.

Prestur er sr. Bolli Pétur Bollason.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Ljósavatn séð frá leiðinni upp að Nipolstjörn.  Horft er til austurs.
Ljósavatn séð frá leiðinni upp að Niphólstjörn. Horft er til austurs.