72% íbúa vilja að Þingeyjarskóli starfi á einni starfsstöð

0
128

Á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var í Kjarna á Laugum í dag var kynnt niðurstaða íbúakönnunar sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Þingeyjarsveit um hvort íbúar í Þingeyjarsveit vildu að starfssemi Þingeyjarskóla yrði á einni eða tveimur starfsstöðvum. Niðurstaðan varð á þann veg að 72% vildu að grunnskólastigið yrði á einni starfsstöð en 28% vildu að það yrði á tveimur starfsstöðvum.

félagsvísindastofnun

Á skólasvæði Þingeyjarskóla voru það 79% sem vildu að grunnskólastigið yrði á einni starfsstöð en 21% vildi að það yrði á tveimur starfsstöðvum.

Brúttó svarhlutfall var 81% kosningabærra íbúa

 

 

Niðurstaða spurningar um ljósleiðaratengingu var að samtals 71% taldi það mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir myndu tengjast ljósleiðara gegn því að greiða 250 þúsund krónur í stofngjald.

Fundargerð sveitarstjórnar frá því í dag.