700 fótboltabúningar gefnir í góðgerðarstarf til Ghana

0
97

Hjónin Þórir Karlsson frá Húsavík og Patience  A Karlsson  leita nú að sponsurum til þess að koma gámi sem er fullur af  fötum, eldhúsbúnaði, leikföngum og 700 fótboltabúningum sem gefnir voru til nauðstaddra í Ghana sem þau hjón fengu nýlega upp í hendurnar.  Þórir, Patience og vinir þeirra í hópnum Hjálparhönd hafa  tvisvar áður safnað fötum,  leikföngum og ýmsum eldhúsbúnaði og sent til nauðstaddra í Ghana, árin 2004 og 2006 en núna vantar sárlega einhvern eða einhverja til þess að fjármagna flutninginn til Ghana.

Fótboltabúningarnir sem þau hjón fengu óvænt gefins nýlega.
Fótboltabúningarnir sem þau hjón fengu óvænt gefins nýlega.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í spjalli við 641.is sagðist Þórir Karlsson hafa verið að vinna hjá Actavis á þessum árum og sagði háttsettum yfirmanni sínum (Herði Þórhallssyni) frá þessu áhugamáli þeirra hjóna og spurði hvort Actavis gæti aðstoðað þau. Árið 2004 hafði ég sett mig í samband við Jónar Transport og þeir voru til í að sjá um akstur innanlands á Íslandi og koma þessu frítt til evrópu og Actavis tók við þar og borgaði fluttningin til Ghana. Þar tók prestur úr kaþólsku kirkjunni við þessu og kom í hendur á þurfandi. Árið 2006 hafði ég samband við Samskip, alveg fyrir mistök, ég ætlaði að byðja Jóna Transport um að aðstoða okkur aftur en ég hélt á þeim tíma að þeir hefðu runnið inn í Samskip (sem kom svo í ljós að var misskilningur hjá mér ) en kom ekki að sök. Samskip tóku vel á móti okkur og voru boðnir og búnir í að koma því sem safnast hafði úr landi og aftur talaði ég við Hörð hjá Actavis og þetta varð að veruleika.

Í fyrra byrjuðum við svo að safna fötum, leikföngum og skólabúnaði eina ferðina enn, en í þetta skipti setti ég mig í samband við Eimskip, sem í stuttu máli vildi taka þátt í þessu með okkur. Þeir gáfu okkur gám sem má fara í sína síðustu ferð og við erum með hugmyndir um að nota hann þarna úti og þeir ætla að koma honum til evrópu fyrir okkur. En svo gerðist það eftir áramót í vetur að upp í hendurnar á okkur poppuðu 2 bretti eða 700 fótbolta búningar (treyjur, stuttbuxur, sokkar og nokkri fótboltar) sem við erum um þessar mundir að koma fyrir í gámnum og viljum endilega að þetta komist allt saman út og verði til að gleðja ungt boltaáhugafólk.

Við gerum okkur vonir um að Patience geti farið út og tekið á móti gámnum til þess að við vitum nákvæmlega hvernig þetta fer fram. Einnig hefur hún hugmyndir um að reyna að virkja konur í þorpinu Akatsi í Ghana og nágranna þorpum, til sjálfbærni eða  „auðar í krafti kvenna“

Við erum að vona að gámurinn geti lagt af stað innan  mánaðar, en það hefur ekki gengið eins vel að finna sponsora eins og áður, en við vonum að þetta komi. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að þetta muni kosta um 800 þús kr. Fólki er velkomið að “joina” hópinn ef það vill sýna okkur stuðning og fylgjast með.

Ef fólk vill taka þátt í þessu með fjárframlögum er hægt setja sig í samband við Þóri Karlsson.

Sjá nánar á facebook síðu Hjálparhandar (Helping hand) :

https://www.facebook.com/groups/270833909664564/?fref=ts