67 heimalingar

0
413

Gunnar Björnsson bóndi í Sandfellshaga 2 í Öxarfirði birti skemmtilegt myndband á facebook í dag þar sem hann sést gefa heimalingum mjólk. Það er í sjálfu sér ekki fréttnæmt að gefa heimalingum mjólk úr pela en Gunnar á 67 heimalinga í ár og er hann búinn að þróa góða aðferð til þess að gefa öllum þessum fjölda án mikillar fyrirhafnar, eins og sjá má í myndbandinu hér neðst í fréttinni.

Lömbin drekka mjólkina úr mjólkurbarnum
Lömbin drekka mjólkina úr mjólkurbarnum

Sum lömb læra aldrei að drekka úr túttufötum. Við leystum það vandamál með því að setja upp mjólkurbarinn sagði Gunnar. Mjólkurbarinn er bara plaströr sem búið er að skera upp eftir endilöngu svo að lömbin geta drukkið mjólkina með auðveldum hætti sviðað og ær drekka vatn út vatnsstokkum í hefðbundnum fjárhúsum. Þau læra fljótt á þetta sagði Gunnar.

Lömbin á venjulegum túttufötum
Lömbin á venjulegum túttufötum

“Við höfum aldrei áður verði með svona marga heimalinga”, sagði Gunnar í spjalli við 641.is í dag. Við höfum oft verið með 20-40 en aldrei 67. Aðspurður um ástæður þessa fjölda sagði Gunnar að það væri ekki vegna þess að margar ær hefðu drepist eins og gerst hefur víða um land í vetur og vor. Frjósemin var bara óvenju mikil hjá okkur í ár. “Þær fengu sennilega fullmikið af fóðurbæti í desember”, sagði Gunnar og hló við. Allar ær í Sandfellshaga ganga með tvö lömb og allir gemlingar ganga með eitt. Í ár var frjósemin þvílík að 67 lömb gengu af eins og áður segir.

[fbvideo link=”https://www.facebook.com/kanna.englund/videos/vb.1578945545/10206336112153201/?type=2&theater” width=”1000″ height=”100%” onlyvideo=”1″]