641.is 4 ára í dag

0
104

641.is heldur upp á 4 ára afmæli í dag. Gamla vefnum var hleypt af stokkunum 3. desember 2008 vegna ákveðins tómarúms í fréttaflutningi úr dreifbýli Suður-Þingeyjarsýslu sem þurfti að uppfylla. Alveg frá upphafi hefur vefurinn fengið jákvæð viðbrögðu frá íbúum og þeir hafa verið duglegir við að lesa hann á hverjum degi í 4 ár. Eins hafa íbúar og lesendur verið öflugir í að afla frétta og mynda fyrir 641.is.

Veflistinn 3. desember 2012 sem birtir vikulega lista yfir mest skoðuðu vefi landsins. 641.is er í 65. sæti listans þessa vikuna.
(Smelltu á myndina…. og svo aftur til að fá fulla stærð)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þingeyingar eru þó alls ekki einu lesendurnir því fólk allstaðar af landinu og erlendis, skoða 641.is reglulega og er það vel. Í ný liðinni viku skoðuðu 3.313 einstaklingar 641.is og hefur þeim fjölgað um c.a. 1000 manns frá því í febrúar og mars 2012 þegar vefurinn var mældur í tvo mánuði. 6.574 heimsóknir mældust í vikunni og flettingarnar voru 15.786 talsins. Samkvæmt tölunum er 641.is þriðji mest skoðaði fréttavefur á norður og austurlandi, á eftir Vikudegi og Akureyri Vikublaði.

1. september sl. var tekið í notkun alveg nýtt útlit og síðan þá hefur vefurinn tekið miklum breytingum. Sú breyting hafði strax mikil og jákvæð áhrif eins og sést á framangreindu. Nú er breytingunum lokið en þó má búast við smávægilegum breytingum af og til. Að sjálfsögðu er ritstjóri og stofnandi 641.is gríðarlega ánægður með þessar frábæru viðtökur lesenda og þakkar öllum lesendum fyrir það að nenna að skoða 641.is reglulega.

Lesendur 641.is sem eru á Facebook, geta svo “líkað” við 641.is á Facebook og sjá þannig fréttirnar á Facebook um leið og þær birtast á 641.is. Þannig missa lesendur ekki af neinu. Einnig er hægt er að “líka” við 641.is í boxi til hægri á síðunni.

Hermann Aðalsteinsson ritstjóri

Sjá nánar á Veflistinn.is