64.266 ökutæki fóru um Víkurskarð í júnímánuði

0
162

Bílaumferð yfir Víkurskarðið jókst um 6,6% á milli ára í nýliðnum júnímánuði. Aukning frá áramótum er nú 13,9%, m.v. sama tímabil í fyrra. Að sögn Friðleifs Inga Brynjarssonar verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni, hafa aldrei áður farið fleiri ökutæki um Víkurskarðið í júní mánuði, en 64.266 ökutæki fóru yfir Víkurskarðið í síðasta mánuði. Gamla júní-metið var frá árinu 2010 en þá fóru 61.216 ökutæki um Víkurskarð.

Víkurskarð dagleg umferð
Dagleg umferð um Víkurskarð. (smella á til að stækka)

Nú stefnir í að ÁDU (ársdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið) geti farið í 1340 bíla á sólarhring fyrir árið 2015, sem þýðir um 3,8% aukning m.v. síðasta ár. Gangi þetta eftir myndi meðalumferðin verða talsvert yfir gamla metinu frá 2010 en þá fóru 1256 bílar á sólarhring um Víkurskarðið á ársgrundvelli.

Víkurskarð spá
Smella á til að stækka

 

Umferð hefur aukist alla vikudaga en hlutfallslega mest á þriðjudögum eða 19%.

Víkurskarð dagsumferð
Meðalvikudagsumferð frá áramótum

 

Á vef Vegagerðarinnar segir að umferðin á Hringveginum hafi aldrei áður verið meiri en í nýliðnum júní mánuði. Umferðin jókst um 4,6 prósent frá því í júní í fyrra og hefur nú aukist þrjú ár í röð í júní.

 

Umferðin á Hringvegi í ár hefur aukist um 2,2 prósent sem er minni aukning en í fyrra. Áberandi er að aukningin er minnst á Suðurlandi.

Sjá nánar hér