500-550 lítrar á sekúntu af vatni flæða út úr Vaðlaheiðargöngum

0
365

Sl. föstudag byrjaði að hrynja úr misgengissprungu í lofti Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin og hófst vatnssöfnun í botni ganga þrátt fyrir dælingu. Að kvöldi 18. apríl var fyrirséð að dælur hefðu ekki undan og var því ákveðið að fjarlæga öll verðmæti úr göngum. Um miðjan dag í gær var vatnsborð komið að hæðsta punkti ganganna og byrjað að renna út um göngin. Áætlað er að um 500-550 lítrar á sekúndu renni úr úr göngunum Fnjóskadalsmegin núna af 7-8 gráðu heitu vatni. Frá þessu segir á Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga í dag.

Vatnsrennslið úr göngum í Fnjóskadal 20.4.2015 Magn áætlað um 500-550 l/s. Mynd af Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga
Vatnsrennslið úr göngum í Fnjóskadal í dag. Magn áætlað um 500-550 l/s. Mynd af Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga/Valgeir Bergmann

Næstu daga verður fylgst með þessu vatnsrennsli og næstu skref ákveðin en ljóst er að gangagröftur Fnjóskadalsmegin verður stopp í óákveðinn tíma.

Vatnið náði hæðsta punkti ganga um miðjan dag 19.4.2015 og rann út um göngin í fráveituskurði. Mynd: Valgeir Bergman
Vatnið náði hæðsta punkti ganga um miðjan dag í gær og rann út um göngin í fráveituskurði. Mynd: Valgeir Bergman/Facebooksíða Vaðlaheiðarganga

Framvinda síðustu viku í gangagreftri voru 33,5 m í Fnjóskadal eða alls 1.475m. Samanlögð lengd ganga er því 4.170 m. eða 57,8% af heild. Vaðlaheiðargöng á Facebook