50 km af landgræðslugirðingum skemmdar

0
82

“Við fyrstu skoðun gætu þetta verið um 50 km langar girðingar samtals” sagði Daði Lange Friðriksson hérðasfulltrúin landgræðslu Ríkisins í samtali við 641.is í dag, þegar hann var spurður að því hversu tjónið væri mikið á landgræðslugirðingum eftir óveðrið í september sl. Daði sagði að mesta tjónið væri í Mývatnssveit og í Kelduhverfi. Einnig væri töluvert tjón á girðingum í kringum Hólasand og í Bárðardal.

Skemmd girðing.
Mynd: Daði Lange Friðriksson

Það er búið að setja niður tæpa þúsund staura, gera við víra og laga nokkra hornstaura.

Mesta tjónið varð á Reykjahlíðargirðingunni, en einir 12-14 km lágu flatir eftir óveðrið, að sögn Daða.  Viðgerðum verður lokið í vor.

 

Þetta eru nánast eingöngu rafmagnsgirðingar að  mestu með tréstaurum, en einnig er eitthvað um plaststaura.

Daði taldi að það yrði frekar dýrt að gera við girðingarnar en það sem kannski er erfitt að átta sig á, hve margir horn- og hliðstauar hafa skekkst og þá hve mikil vinna er á bak við það að laga það, sagði Daði að lokum.

Girðing lagfærð
Mynd: Daði Lange Friðriksson