47% kjörsókn

0
101

47 % kjörsókn var í bæði í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp í ráðgefndi þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem fram fór í dag. Kjörstöðum í báðum sveitarfélögunum var lokað á sjöunda tímanum í kvöld.

Jóhann Böðvarsson var fyrstur til að greiða atkvæði í Skjólbrekku í morgun.
Mynd: Finnur Baldursson

 

Á kjörskrá í Skútustaðahrepp voru 299. Af þeim greiddu atkvæði 143, sem gerir 47,8% kjörsókn.

 

 

 

 

 

Kjörstjórn í Þingeyjarsveit

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á kjörskrá í Þingeyjarsveit voru 715. Af þeim greiddu atkvæði 338, sem gerir 47% kjörsókn.