45 stiga frosti spáð í Mývatnssveit

0
116

Gert er ráð fyrir 45 stiga frosti í Mývatnssveit aðfaranótt 28. desember ef marka má sjálfvirktspákort verðurstofu Íslands. Kólna á all hressilega í veðri á jóladag og samkvæmt veðurspánni herðir frostið þar til hámarki verður náð aðfaranótt 28 desember.

Spákort veðurstofu Íslands á miðnætti 28 desember.
Spákort veðurstofu Íslands á miðnætti 28 desember. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á miðnætti á aðfangadagskvöld er ekki spáð nema 20 stiga frosti í Mývatnssveit. Á miðnætti á jóladag er spáð 29 stiga frosti og 41 stiga frosti er spáð aðfaranótt 27 desember. Eins má gera ráð fyrir miklu frosti í innsveitum Þingeyjarsýslu á þessum tíma.

Spáð er 20 stiga frosti á miðnætti aðfaranótt 28 desember á Akureyri, en ekki er spáð eins miklu frosti á öðrum stöðum.

Gangi þessi spá eftir verður kuldametið frá Grímsstöðum á Fjöllum líklega slegið all hressilega á milli jóla og nýárs.