Í dag 13. febrúar, Öskudag var því fagnað í Stórutjarnaskóla að sólin er aftur farin að láta sjá sig, reyndar er það 10.febrúar sem hún sést fyrst eftir langt hlé, en vegna Bolludags og Sprengidags var beðið með rjómapönnukökurnar þar til í dag. Nemendur og starfsfólk gæddu sér á rjómapönnsum í hádeginu í dag.

Kristján Davíð, Snorri Már, Unnur og Elín Heiða.

Eftir útivist fóru nemendur sem eru í leikskóla og uppí 6.bekk í öskudagsbúninga. Kötturinn var sleginn úr tunnunni,en í stað kattar er leikfang sem tunnukóngur/drottning fær í verðlaun. Þá er marserað, farið í hókí pókí og limbó, þegar allir eru orðnir mátulega þreyttir fá allir safa og popp. Áður en haldið er heim syngja nemendur fyrir skólabílstjórana, sem gefa öllum nammi eða jafnvel nýsteikta og ilmandi árstarpunga
indjáninn Katla María undibýr mikið högg á tunnuna.
tvær fínar dömur, Guðrún Karen og Inga María.
Snúður.