37,5 milljónir vegna endurbóta við Þingeyjarskóla

0
90

Á 172. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var í Kjarna í dag var ma. tekið fyrir framkvæmdir við Þingeyjarskóla. Á fundinum var lagt fram yfirlitsblað kostnaðaráætlunar vegna endurbóta í Þingeyjarskóla á Hafralæk, en hún hljóðar upp á 37,5 milljónir króna. Til fundarins mætti Bjarni Reykjalín skipulags- og byggingarfulltrúi og gerði hann grein fyrir kostnaðaráætlun og framkvæmdum. Jóhann Rúnar Pálsson nýráðin skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Þingeyjarsveit stærra

Sveitarstjórn samþykkti með fimm atkvæðum fulltrúa A-lista að farið verði í framkvæmdir við Þingeyjarskóla á Hafralæk að fjárhæð 37,5 m.kr. í samræmi við greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa.

Fulltrúar T-listar sátu hjá.

Sveitarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum fulltrúa A-lista, viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna fjárfestingar í skólahúsnæði Þingeyjarskóla að fjárhæð 37,5  m.kr. sem verður mætt með  skammtímaláni að fjárhæð 20 m.kr. og 17,5 m.kr. af áætluðu viðhaldfé fasteigna samkvæmt fjárhagsáætlun.

Fulltrúar T-lista sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Þessar breytingar á skólahaldi eru andstæðar stefnu T-lista í skólamálum, því sitjum við hjá við afgreiðslu málsins.“

Sjá fundargerð 172 fundar hér