3540 kindur drápust í óveðrinu 10-11 sept í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði

0
195

Ráðanautar hjá Búgarði, ráðanautaþjónustu í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði, hafa nú skilað til Bjargráðasjóðs upplýsingum um tjón af völdum hamfaraveðursins sem gekk yfir Norðurland 10. og 11. septmber sl.

Ráðunautar hafa verið í sambandi við þá bændur sem urðu fyrir tjóni í óveðrinu og ljóst er orðið hve umfangsmikið það er.

 

 

María Svanþrúður Jónsdóttir ráðanautur hjá Búgarði á Húsavík sagði í samtali við 641.is í dag að 3000 kindur alls, vanti af fjalli í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Megnið af þeirri tölu eru kindur sem vantar af fjalli í Þingeyjarsýslu. Að sögn Maríu fundust alls 540 kindur dauðar eftir óveðrið og eru þær ekki inn í þessri tölu. Talið er að þessar 3000 kindur sem vantar, séu allar dauðar.

Hjördís Ólafsdóttir frá Bjarnastöðum grefur upp dauðar ær.
Mynd: Friðrika Sigurgeirsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þriðja tug geldneyta drápust í óveðrinu og ekki minna en 80 kílómetrar af griðingum í eigu bænda skemmdust, bæði gamlar og nýlegar girðingar. Eitthvað af þessum griðingum er alveg ónýtar.

600 lömb sem lifðu af óveðrið voru ekki sláturhústæk í haust og verða því alin í vetur og hugsanlega verður einhver hluti þeirra sláturhústæk um páska.

Ljóst er að tjónið er alvarlegt hjá mörgum bændum og þá kemur til kasta Bjargráðasjóðs og stjórnvalda, sem hafa lofað bændum á Norðurlandi stuðningi eftir þessar hamfarir.