Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn í Skjólbrekku 28. apríl sl. Fram kom á fundinum að hagnaður ársins 2013 eftir skatta nam 35 miljónum sem er um 9 % ávöxtun eigin fjár og er eigið fé í árslok 429 milljónir. Frá þessu segir í tilkynningu frá Sparisjóðnum.

Sparisjóðurinn starfrækir þrjár afgreiðslur, í Reykjahlíð, á Laugum og á Húsavík. Sparisjóðsstjóri er Anna Karen Arnarsdóttir. Í stjórn eru Ari Teitsson, Dagbjört Jónsdóttir, Reinhard Reynisson, Þórhallur Hermannsson og Baldur Daníelsson sem kom inn í stjórn í stað Margrétar Hólm Valsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Á aðalfundinum afhenti sparisjóðurinn Héraðssambandi Þingeyinga styrk að upphæð kr. 1.000.000 í tilefni af 100 ára afmæli sambandsins.