30 milljónir króna til refaveiða

0
82

Alþingi samþykkti við 2. umræðu fjárlega að leggja til að veitt yrði 30. m. kr. framlag til refaveiða. Gert er ráð fyrir að Umhverfisstofnun ráðstafi fjármunum til að endurgreiða sveitarfélögum kostnað vegna eyðingar refa. Frá þessu er sagt á sauðfé.is

Forsenda endurgreiðslu ríkisins til sveitarfélags er að gerður verði samningur til þriggja ára í senn sem byggist
á áætlun sveitarfélagsins um að lágmarka það tjón til lengri tíma sem refurinn er talinn valda á landsvæði viðkomandi sveitarfélags.

Undanfarin ár hefur ríkið ekki varið neinum fjárumum til þessa verkefnis og hér er því um stefnubreytingu að ræða, sem til er komin að frumkvæði Alþingis.