29 stiga frost við Mývatn

0
100

29 stiga frost mældist í Mývatnsveit nú fyrr í kvöld eða um kl 20:30. Ingólfur Pétursson úr Reykjadal var á ferðinni við Baldursheims afleggjarann og datt þar frostið niður í 29 gráður.  Að sögn Ingólfs sem keyrði úr Reykjadal upp í Mývatnssveit í kvöld var frostið um 25 gráður við Helluvað en kólnaði hratt þar til hann koma að Baldursheims afleggjaranum.

1461731_10202744436599204_2004378030_n
Mynd af mælaborði í bíl frá því fyrr í kvöld. Mynd: Ingólfur Pétursson

 

 

 

 

 

 

 

 

Samkvæmt mbl.is fór frostið niður í -31 gráðu á sama tíma, þar sem sjálfvirkimælir verðurstofu Íslands er staðsettur við Neslönd í Mývatnssveit.