26 og hálfur íbúi á hvern vínveitingastað í Skútustaðahrepp

0
111

Samkvæmt athugun 641.is eru alls 14 gisti og/eða veitingastaðir í Skútustaðahreppi með vínveitingaleyfi. Í Skútustaðahrepp bjuggu um sl. áramót 371 íbúi sem gerir 26 og hálfur íbúi á hvern gisti og veitingastað með vínveitingaleyfi þar í sveit. Líklegt er að hvergi annarsstaðar á landinu sé jafn margir staðir með vínveitingaleyfi miðað við íbúafjölda.

Dalakofinn í Reykjadal er með vínveitingaleyfi
Dalakofinn í Reykjadal er með vínveitingaleyfi

 

Gisti og/eða veitingastaðir með vínveitingaleyfi í Þingeyjarsveit eru litlu færri en í Skútustaðahreppi, eða alls 12. Í Þingeyjarsveit búa reyndar nokkuð fleiri íbúar en í Skútustaðahreppi, en þar bjuggu 917 íbúar um sl. áramót og eru því 76 og hálfur íbúi á hvern vínveitingastað í Þingeyjarsveit. Hér má skoða lista yfir staði með gisti, veitinga og vínveitingaleyfi

 

 

 

Í umdæmi sýslumannsins á Húsavík eru alls 129 gisti og/eða veitingastaðir og þar af eru 53 þeirra með vínveitingaleyfi. Staðirnir eru álíka fjölbreyttir og þeir eru margir. Ferðafólk getur valið um heimagistingu, gistingu í heimavistarskólum sem nýttir eru sem hótel á sumrin, gistingu í félagsheimilum og á hótelum. Meðal staða sem eru með vínveitingaleyfi eru golfskálar, veiðihús, kaffihús, veitingastaðir og hótel. Á mörgum af framangreindum gististöðum eru einnig vínveitingar. Margir af þessum stöðum eru þó lokaðir yfir veturinn eða eru í annarri nýtingu.

Ferðamenn sem heimsækja Þingeyjarsýslu sem og heimafólk, geta því valið úr afar fjölbreyttri flóru af veitinga og gististöðum á sumrin þegar ferðamannatíminn er í hámarki.