Bréfamaraþon

0
77

Í fyrradag, 10. desember, var alþjóðlegi mannréttindadagurinn og af því tilefni stóð Amnesty International fyrir bréfamaraþoni.  Nemendur Framhaldsskólans á Laugum tóku þátt, líkt og í fyrra og tóku nemendur og starfsfólk sig saman og bökuðu smákökur til að bjóða uppá.

Messíana með bréf til að senda.
Mynd af vefnum laugar.is

 

Þátttaka var góð og virkilega góð stemning sem myndaðist – tæplega 400 kort voru send til stjórnvalda í hinum ýmsu löndum og um 40 jólakveðjur voru sendar líka.

laugar.is en þar má sjá fleiri myndir.