250 milljónir í Bárðardalsveg 2016 ?

0
82

Gert er ráð fyrir því að 250 milljónir verði settar í Bárðardalsveg árið 2016 ef breytingartillögur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um 1,5 milljarða aukaframlag í samgöngur verði að veruleika. Rúv.is sagði frá þessu í gær. Gert er ráð fyrir auknum framkvæmdum upp á 1,5 milljarða fram til ársins 2018.

Bárðardalsvegur 2014
Vegir í Bárðardal hafa lengi verið nánast ókeyrandi. Mynd: Bergljót Þorsteinsdóttir

Nefndin leggur til að veittar verði 225 milljónir til ársins 2018 vegna efnisflutinga í flughlaðið á Akureyrarflugvelli en þegar höfðu verið veittar 50 milljónir til flutninga á efni úr Vaðlaheiðagöngum.

Auk þessa er lagt til að viðhald aðflugsbúnaðar á Húsavíkurflugvelli verði 50 millj. kr árið 2016 og að árlegt framlag til innanlandsflugs verði aukið um 160 millj. kr., í heild 480 millj. kr. á tímabilinu 2016-2018.

Hér má skoða þessar tillögur nánar.