25 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum

0
95

25 nýstúdentar voru brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum sl. laugardag við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum. Sex brautskráðust af náttúrufræðibraut, níu af félagsfræðibraut, þrír af íþróttabraut og náttúrufræðibraut og sjö af íþróttabraut og félagsfræðibraut.

Nýstúdentar 2016. Mynd: Kristinn Ingi Pétursson
Nýstúdentar 2016 ásamt skólameistara. Mynd: Kristinn Ingi Pétursson

Hæstu einkunn hlaut Fanney Guðjónsdótir 9,15 hæstu einkunn drengja hlaut Björgvin Logi Sveinsson 8,11.

Skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, Sigurbjörn Árni Arngrímsson stýrði athöfninni og fulltrúar eldri stúdenta og útskriftarhópa fluttu ræður, venju samkvæmt. Gestum var svo boðið var upp á kaffiveitingar að lokinni athöfn í íþróttahúsinu.