244 milljónum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

0
85

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamanna-staða fyrir árið 2014. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir samtals rúmar 244 milljónir króna til hönnunar og framkvæmda á ferðamanna-stöðum. Sem fyrr eru verkefnin fjölbreytt og dreifast víða um land.

Goðafoss
Goðafoss

 

Hæsta styrkinn hlýtur Vatnajökulsþjóðgarður, 29,7 milljónir króna, vegna framkvæmda í Skaftafelli. Þar verður m.a. byggt við núverandi aðstöðu en framkvæmdirnar hafa að markmiði að stótbæta þjónustu við ferðafólk.

 

 

 

Sjö önnur verkefni fá 10 milljóna króna styrk eða hærri:

• Þingeyjarsveit vegna endurbóta við Goðafoss, 15 milljónir kr
• Umhverfisstofnun fyrir salernisaðstöðu við Hverfjall í Mývatnssveit 13,8 milljónir kr
• Vatnajökulsþjóðgarður vegna uppbyggingar við Langasjó 13,3 milljónir kr
• Djúpavogshreppur vegna deiliskipulags o.fl. við Teigarhorn 11,6 milljónir kr
• Umhverfisstofnun vegna framkvæmda við nýjan stiga við Gullfoss 10,1 milljón kr
• Skaftárhreppur vegna áningarstaðar í Eldhrauni 10 milljónir kr
• Minjastofnun Íslands vegna uppbyggingar á Stöng í Þjórsárdal 10 milljónir kr

Umsóknarfrestur um styrki rann út í lok janúar og bárust alls 136 umsóknir frá opinberum- og einkaaðilum sem hafa umsjón með ferðamannastöðum víðsvegar um land. Heildarupphæð styrksumsókna var voru rúmar 848 milljónir króna en heildarkostnaður við verkefnin er áætlaður 1,9 milljarðar króna.

Lesa meira á heimasíðu Ferðamálastofu