Sigmundur, Höskuldur og Líneik skipa efstu sætin

0
127

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins sem haldið var í Mývatnssveit, lauk á fimmta tímanum í dag. Kosið var um 6 efstu sætin. Eins og kom fram hér á 641.is fyr í dag skipar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson efsta sæti listans, Höskuldur Þórhallsson skipar annað sætið og Líneik Sævarsdóttir frá Fáskrúðsfirði það  þriðja.

6 efstu frambjóðendum Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi. Guðmudur Gíslason, Líneik Sævarsdóttir, Höskuldur Þórhallson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þórunn Egilsdóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þórunn Egilsdóttir frá Vopnafirði skipar 4. sæti listans og Hjálmar Bogi Hafliðason frá Húsavík skipar 5. sæti listans.

Guðmundur Gíslason frá Fljótsdalshéraði skipar svo 6. sæti listans.

Öll hlutu þau mjög örugga kosningu í sín sæti.

Stjórn kjördæmisráðsins mun síðan velja fólk til þess að skipa sæti 7-20. Valið verður tilkynnt 8. desember nk.