21.125 ökutæki hafa farið um Vaðlaheiðargöng frá opnun – Tæp 5% keyrðu Víkurskarð

0
622

Frá fyrsta heila sólarhring, frá opnun Vaðlaheiðarganga (22. des. til 2. janúar) hafa 21.125 ökutæki farið um göngin eða am.t. 1760 (ökut/sólarhr). Á sama tíma fóru 1.064 ökutæki um Víkurskarðið eða a.m.t. 89 (ökut/sólarhr), sem er tæp 5% af heildar fjölda ökutækja sem fóru báðar þessar leiðir. Þetta er skv. umferðarteljurum Vegagerðarinnar á Víkurskarði og við Vaðlaheiðargöng. Til samanburðar fóru a.m.t. 823 (ökut/sólarhr) yfir Víkurskarðið á sama tímabili, fyrir ári síðan.

Mynd frá vegagerðinni

Gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst 2. janúar og því er ekki komin nein reynsla á hversu stórt hlutfall ökumanna muni velja að fara yfir Víkurskarðið hér eftir.

Víkurskarðið hefur verið greiðfært eftir að gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöngum 2. janúar og ef teljarinn á Víkurskarðinu er skoðaður hefur umferð um Víkurskarðið aukist frá því að gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöngum. 175 ökutæki fóru um Víkurskarðið í gær, 3. janúar og 156 ökutæki fóru Víkurskarðið 2. janúar. 89 ökutæki fóru um Víkurskarðið að meðaltali á dag meðan frítt var í Vaðlaheiðargöng.