20% umferðaraukningu um Víkurskarðið í maí

0
95

Umferð yfir Vikurskarð jókst um 20% í nýliðnum maí borið saman við sama mánuð á síðasta ári. Nýtt met var slegið í maí-umferð yfir Víkurskarði en aldrei áður hafa jafn mörg ökutæki farið um skarðið að jafnaði á degi hverjum í maí mánuði, en hún var rétt rúmlega 1600 (bílar/sólarhring). Frá ármótum hefur umferðin aukist mest á virkum dögum eða tæp 24% en um tæp 16% um helgar. Frá ármótum hefur umferðin í heild aukist um rúmlega 19%.

Víkurskarð maí 2016
Víkurskarð maí 2016.(smella á til að stækka)

 

ÁDU (ársdagsumferð) um Víkurskarðið stefnir nú í um 1570 (bíla/sólarhring). Gangi þessi spá eftir yrði umferðin langt umfram það sem meðalspár/líklegastaspá gerðu ráð fyrir en enn innan marka háspár. Haldi þessi þróun áfram verður að telja afar líklegt að jafnvel mörk háspár verði rofin þegar göngin opna. Umferðin í næstu þremur mánuðum mun segja mest um það hver líklegasta niðurstaðan verður á endanum.