2. umferð fjallalambsdeildarinnar

0
98

2. umferð Fjallalambsdeildarinnar fór fram í blíðskapar blakveðri á Kópaskeri  laugardaginn 2. nóvember sl. Heimavöllurinn reyndist Snartarmönnum vel, því þeir stóðu uppi sem sigurvegarar og nældu sér þar að auki í eina bónusstig mótsins, en það fæst fyrir að fá að lágmarki 18 stig í öllum hrinum mótsins og Snörtur tapaði aðeins 2 hrinum, 20-21 og 18-21. Bæði Völsungur og Hyrnan voru aðeins einni hrinu frá því að næla sér í bónusstig. Frá þessu er sagt á Fréttasíðu Kópaskers.

Frá mótinu. Mynd af kópaskersvefnum.
Frá mótinu. Mynd af kópaskersvefnum.

Mótið fór vel fram, þrátt fyrir að hafa tafist um 45 mínútur vegna erfiðra akstursskilyrða fyrir aðkomuliðin. Snörtur vill þakka þeim systrum Fríðu og Mæju kærlega fyrir að standa vaktina í veitingasölu allt mótið. Einnig fær Akursel ehf. þakkir fyrir að gefa hágæða gulrætur í verðlaun fyrir 3 efstu sætin.

Sjá nánar hér og hér