17. Júní hátíðarhöld á Laugum

0
141

Í gær var haldið upp á 17. Júní á íþróttavellinum á Laugum í frábæru veðri. Dagskráin sem Ungmennafélagið Efling sá um var með hefðbundnu sniði, börnin fengu andlitsmálun og blöðrur og svo var gegnið í skrúðgöngu frá vallarhúsinu að norðurbrekkunni þar sem hátíðardagskráin fór fram. Fjallkonan, sem var að þessu sinni Ína Rúna Helgadóttir, flutti ljóð og Arnór Benónýsson flutti hátíðaræðu. Þá var boðið upp á leiki fyrir börn og fullorðna og pylsur grillaðar. Að lokinni dagskrá var kvikmyndasýning í gömlu sundlauginni fyrir börn og hátíðarkaffi í Dalakofanum. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær.

Skrúðgangan leggur af stað
Skrúðgangan leggur af stað
2010-03-20 18.18.06
Fjallkonan Ína Rúna Helgadóttir