17. júní hátíðarhöld á Laugum og í Mývatnssveit

0
302

17. júníhátíðarhöldin á Laugum fram á íþróttavellinum og í næsta nágrenni. Formleg hátíðarhöld hefjast kl. 14:00 á íþróttavellinum, en kl. 13:00 verður blöðrusala og andlitsmálun við Vallarhúsið og kl. 13:45 verður skrúðganga inn á íþróttavöllinn. Það er Ungmennafélagið Efling sem sér um hátíðarhöldin á Laugum.

OLYMPUS DIGITAL CAMERAFjallkonan mun ávarpa samkonuna en hátíðarræðuna flytur Valgerður Gunnarsdóttir Alþingismaður.Boðið veður upp á leiki og þrautir fyrir börnin og grillaðar pylsur og fleira góðgæti verður til sölu. Bíósýning verður í Þróttó um klukkan 15:30. Frítt er inn á þá sýningu og einnig verður frítt í sundlaugina á Laugum í boði Þingeyjarsveitar frá kl 08:00 – 20:00.

Kaffihlaðborð verður í Dalakofanum frá klukkan 15:00 – 17:00.(Verð kr. 1.800)

Kvenfélag Mývatnsveitar sér um hátíðarhöld í Mývatssveit sem fara fram í Höfða. Dagskráin hefst með skrúðgöngu frá hliðinu við bílaplan kl. 14:00. Blöðrur og fánar eru til sölu í Strax Reykjahlíð. Boðið verður upp á kaffi, safa og snúða. Kvenfélagskonur hvetja alla til að mæta og eiga ánægjulega stund í Höfða og minnir gesti á að muna eftir vargskýlunum.