17. júní hátíðarhöld á Laugum

0
167

17. júní var haldinn hátíðlegur á íþróttavellinum á Laugum samkvæmt venju, í blíðskaparveðri. Dagskráin var hefðbundin. Yngri kynslóðin gat fengið blöðrur, andlitsmálun og nammi. Farið var í leiki á íþróttavellinum og fjallkonan flutti ljóð. Börnum var boðið upp á kerrurúnt og allir gátu fengið sé grillaðar pylsur á eftir. Bíósýning var svo í lokin fyrir börnin. Meðfylgjandi myndir voru teknar á 17. júní.

Skrúðgangan
Skrúðgangan
Fjallkonan Anna Karen Unnsteinsdóttir
Fjallkonan Anna Karen Unnsteinsdóttir
Börnum ekið í kerru
Börnum ekið í kerru